Staðfestingardagur 21. maí!

Helstu tímasetningar frá prófalokum til útskriftar 18. maí, föstudagur kl. 16:00: Einkunnabirting í Innu bæði fyrir dag og öld. Opnað fyrir staðfestingu vals hjá dagskóla. 21. maí, mánudagur: Viðtalstími valkennara kl. 9 – 11. Prófasýning dag og öld kl. 11:15-12:15. Staðfestingu vals lýkur kl. 14:00. .ALLIR NEMENDUR VERÐA AÐ STAÐ FESTA VALIÐ SITT Öllum nemendum skólans er skylt að staðfesta val sitt fyrir næstu önn ætli þeir sér að stunda nám í skólanum þá. Þeir sem ekki staðfesta val og /eða greiða ekki skólagjöld eiga ekki vísa skólavist á haustönn 2012. Þegar búið er að birta einkunnir í Innu 18. maí, hafa nemendur tíma fram til kl. 14:00 þann 21. maí til að staðfesta valið. Ef nemendur þurfa aðstoð við að breyta valinu gera þeir það með valkennara milli klukkan 9 og 11 þann 21. maí. BREYTINGAR Á VALI Ef gera þarf breytingar á vali eru forsendur fyrir breytingum eftirfarandi: Fall í áfanga. Áfangi fellur út vegna þess að hann er ekki lengur í boði. Fyrsta varaval var sett inn í stað áfanga sem féllu niður, vegna ónógrar þátttöku. Synjun P-umsóknar. Ný hraðferðarheimild. Nemandi fær ekki hraðferðareinkunn í grein þar sem hann hefur gert ráð fyrir hraðferð, fær t.d. einkunn 7 í ÍSL103 en hefur valið ÍSL2034. Þá skal hann breyta vali. Nemandi óskar að fækka tímum í töflu með því að taka burt áfanga án þess að annar komi í staðinn. Áfangar sem féllu út: BRI1012,FÉL2236,ÍSL3L36,ÍSL3M36,ÍSK4236,JAP3036,LEI2S36,SAG2M36,SAG2Þ36,SÁL4036, STÆ3424,STÆ3636.UPP1036,ÞJÓ1436,ÞJÓ1636,ÞJÓ2636,ÞJÓ3636