Fréttir

Lagningardagar 2022

Lagningardagar hefjast á morgun 24. febrúar og standa í tvo daga. Nemendur þurfa að safna stimplum fyrir mætingu á viðburði, á stimplakort sem þeir fá upp í skóla. Í ár þurfa nemendur að fá 18 stimpla í heildina til að fá mætingu. Gera má ráð fyrir að ná 9-12 stimplum á fimmtudeginum og 6-9 stimpla á föstudeginum. Það þarf að mæta báða dagana. Nemendur skrá sig á heimasíðu NFMH og þurfa að passa upp á að hafa nægan tíma á milli fyrirlestra svo þeir komist tímanlega á þá. Kórinn verður með veitingasölu á Matgarði. Munið að þetta á að vera skemmtilegt uppbrot fyrir alla, hvort sem þeir eru að halda fyrirlestur eða mæta á fyrirlestra. Góða skemmtun!
Lesa meira

Lagningardagar 24. og 25. febrúar

Lagningardagar eru þemadagar Menntaskólans við Hamrahlíð. Á lagningardögum halda nemendur fyrirlestra fyrir samnemendur og starfsfólk tekur einnig þátt í að vera með fyrirlestra. Einnig koma utanaðkomandi aðilar til að skemmta eða halda fyrirlestra. Lagnó í ár er dagana 24. - 25. febrúar. Nemendur þurfa að safna stimplum fyrir mætingu á stimplakort sem þeir fá í skólanum fimmtudaginn 24. febrúar. Í ár þurfa nemendur að fá 18 stimpla í heildina til að fá mætingu. Dagskráin er fjölbreytt og hér má skoða það sem verður í boði í ár. Skráning hefst eftir helgina og verður hlekkur á hana settur á heimasíðu NFMH. Nánari upplýsingar koma á mánudaginn 21. feb.
Lesa meira

Gagnaflutningur yfir í Menntaskýið

Föstudaginn 18. febrúar mun Menntaskólinn við Hamrahlíð flytja Microsoft skýjageira sinn yfir í Menntaskýið. Menntaskýið er verkefni á vegum íslenska ríkisins þar sem Microsoft hugbúnaður er sameinaður í eina miðlæga einingu. Innleiðing á þessu verkefni hefst kl. 12:00 föstudaginn 18. febrúar og verður lokið mánudaginn 21. febrúar. Klukkan 12:00, föstudaginn 18. febrúar, verður lokað á innskráningar á MH aðganga, þ.e. Office365 aðganginn. Þegar nemendur og starfsfólk skráir sig inn í fyrsta skipti, eftir flutninginn, þarf að fylgja leiðbeiningum sem settar verða á MH síðuna. Það skiptir miklu máli að allir skoði strax hvort þeir eigi einhver skjöl í FORMS eða SWAY sem þarf að afrita fyrir flutninga. Allar leiðbeiningar má finna hér og munum við gera okkar besta til að halda öllum upplýstum. Nánari upplýsingar koma síðar og allir þurfa að fylgjast vel með.
Lesa meira

Kennsla fellur niður eftir hádegi í dag 14. febrúar

Vegna versnandi veðurspár og mikillar ofankomu höfum við ákveðið að fella niður kennslu eftir hádegi í dag 14. febrúar. Póstur um þetta hefur verið sendur til allra og vonum við að allir komist heim og við sjáumst í fyrramálið. ___ In light of bad weather forecast this afternoon 14th of February, we will cancel all classes from 12:55. I hope everyone gets home safe and we will see you all tomorrow at school.
Lesa meira

Uppfærðar Covid-reglur

Reglur varðandi grímuskyldu í skólum hafa verið rýmkaðar og núna er leyfilegt að taka grímur af inni í kennslustofum. Þar sem reglur um sóttkví og einangrun hafa líka verið rýmkaðar þá er enn nauðsynlegra að allir passi vel upp á persónulegar sóttvarnir. Munum að spritta okkur og nota grímu þar sem það á við.
Lesa meira

Staðkennsla eftir hádegi (7. feb.)

Í ljósi rauðrar veðurviðvörunar Veðurstofunnar og Almannavarna hefur verið ákveðið að staðkennsla hefjist ekki fyrr en eftir hádegi á morgun, 7. febrúar, þ.e. kl. 12:50. Nemendur hafa fengið tölvupóst með nánari upplýsingum. Við munum setja inn fréttir á heimasíðuna ef eitthvað breytist.
Lesa meira

Lagningardagar

Lagningardagar nálgast, en það eru dagar þar sem hefðbundin kennsla liggur niðri og ýmislegt annað er gert sér til dundurs. Lagningardagar verða 24. og 25. febrúar. Þeir nemendur sem vilja vera með viðburð á Lagningardögum geta sótt um það á þar til gerðri umsóknarsíðu sem lagningardagaráð NFMH sér um. Nánar má lesa um Lagningardaga hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Nýjar reglur um sóttkví og smitgát

Reglur varðandi sóttkví og smitgát breytast mjög ört þessa dagana og nú var verið að uppfæra þær enn einu sinni. Við hvetjum alla til að kynna sér breyttar reglur um sóttkví og smitgát sem hafa verið settar á heimasíðuna.
Lesa meira

Ef upp kemur smit

Þegar eintaklingar sem stunda nám í MH greinast með Covid-19 eftir PCR próf, fer smitrakning í gang. Þeir einstaklingar sem þurfa að fara í sóttkví eru látnir vita eins fljótt og auðið er. Aðrir sem voru með viðkomandi í kennslustund fá ekki tölvupóst eða upplýsingar um smitið þar sem ekki er lengur verið að senda einstaklinga í smitgát. Sóttkví ræðst af því hversu nálægt viðkomandi einstaklingi einhver var, hversu lengi og hvort grímur voru notaðar. Í þeim aðstæðum sem má taka niður grímur, þurfa allir að hugsa um að auka fjarlægðina við næsta mann og ekki vera of lengi grímulaus. Við hvetjum því alla til að nota grímur, halda fjarlægð og fara eins varlega og þeim er unnt í þeirra persónulegu sóttvörnum.
Lesa meira

Lið MH komið í þriðju umferð Gettu betur

Lið MH er komið í þriðju umferð Gettu betur en í annarri umferð sigraði MH lið ME með 34 stigum gegn 9 stigum andstæðinganna. Lið MH skipa Una Ragnarsdóttir, Ísleifur Arnórsson og Júlía Helga Kristbjarnardóttir. Í næstu umferð mætir lið MH liði Kvennaskólans og fer viðureignin fram 25. febrúar og verður á RÚV. Við óskum liði MH til hamingju með glæsilegan árangur og munum fylgjast spennt með næstu umferð.
Lesa meira