Fréttir

Síðasti kennsludagurinn

Í dag var síðasti kennsludagur haustannar 2022. Á morgun er námsmatsdagur þar sem kennarar vinna að námsmati og nemendur fá tækifæri til að skipuleggja prófatörnina sem framundan er. Gangi ykkur sem best í prófunum.

Síðasti grautur annarinnar

Í dag var boðið upp á síðasta hafragraut annarinnar. Guðmundur IB stallari og Dagný forstöðukona bókasafnsins sáu um að ausa grautinn og buðu að sjálfsögðu líka upp á rúsínur í tilefni jólanna. Hafragrauturinn þakkar fyrir sig þessa önn og mætir aftur til leiks á nýju ári.

Jólagrauturinn

Hafragrauturinn er í jólabúningi þessa vikuna þar sem boðið er upp á rúsínur til að setja út á grautinn og ausarar grautsins klæðast jólasvuntum.

Dagur íslenskrar tungu

Í MH var haldið upp á dag íslenskrar tungu með því að bjóða nemendum á sal og hlusta á útskrifaða MH-inginn Elínu Elísabetu segja frá Jónasi Hallgrímssyni, hlusta á kórinn og taka þátt í fjöldasöng.

Græn skref í MH

MH hefur nú lokið fjórum Grænum skrefum af fimm í samnefndu verkefni á vegum Umhverfisstofnunar sem snýst um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi skólans.

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 4. október síðastliðinn, í öllum framhaldsskólum samtímis. Þrír MH-ingar urðu í efstu 16 sætunum á neðra stigi og einn á efra stigi. Þessara nemenda bíða mörg óleyst stærðfræðidæmi sem eru ætluð til undirbúnings fyrir aðalkeppnina sem verður í vor. Góða skemmtun og gangi ykkur sem best.

Próftaflan

Próftafla nemenda er tilbúin og geta nemendur skoðað próftöflu sína í Innu. Próftaflan í heild sinni er sýnileg á heimasíðunni.

Bókun viðtalstíma

Nemendur MH geta bókað tíma hjá námsráðgjöfum, sálfræðingi skólans eða hjúkrunarfræðingi í gegnum bókunarkerfi sem er á heimasíðunni undir hnappnum Bóka tíma, vinstra megin á síðunni.

Val fyrir vorönn 2023

Undanfarna daga hafa nemendur MH verið að velja sér áfanga fyrir næstu önn. Þegar nemendur velja þá eru þau um leið að ákveða með okkur hvaða áfanga á að kenna á næstu önn. Mikið er í boði og hvetjum við ykkur öll til að skoða vel hvað boðið er upp á. Áfangaframboðið og kynningar á valáföngum má finna á heimasíðunni undir hnappnum Valvika. Þeir sem eiga eftir að velja og þurfa aðstoð við valið geta leitað til náms- og starfsráðgjafa, námstjóra, áfangastjóra eða konrektors. Mögulegt er að velja út daginn í dag, þriðjudaginn 18. október.

Græn stæði

Einn liður í Grænum skrefum er að skólinn bjóði upp á stæði fyrir umhverfisvænni bíla. Fjögur grænmáluð stæði eru efst á bílastæði vestan megin við skólann, næst Háuhlíð. Þau eru ætluð bílum sem ganga fyrir hreinum innlendum orkugjöfum eins og rafmagni og metani.