Silfur á Norðurlandamóti í taekwondo

Á myndunum má annars vegar sjá Kára í rauðri brynju ná höfuðsparki á andstæðing sinn og hins vegar O…
Á myndunum má annars vegar sjá Kára í rauðri brynju ná höfuðsparki á andstæðing sinn og hins vegar Oliwiu í blárri brynju ná sparki í brynju síns mótherja.

Nú um helgina fór fram Norðurlandamót í taekwondo og var keppt bæði í bardaga og formum í Skanderborg í Danmörku. Tveir MH-ingar komu heim með verðlaun í bardaga og hlutu þau bæði silfur. Oliwia Waszkiewcz keppti í junior flokki -63 og Erling Kári Freysson í junior +78. Unnu þau sína fyrstu bardaga en mættu að lokum ofjörlum í úrslitaviðureignum sínum og niðurstaða því silfur. Bæði byrjuðu þau í MH síðastliðið haust og eiga því allt þetta ár eftir í sínum aldursflokki, þetta er sannarlega góð byrjun á árinu og óskum við þeim bæði góðs gengis í öðrum keppnum ársins sem og til hamingju með árangurinn.