Gettu betur - nýtt lið og fyrsti sigur

MH mætti MA í Gettu betur í gær. Skemmtileg tilviljun að þetta voru sömu skólar og áttust við í úrslitum í fyrra þegar MH tók bikarinn heim, en báðir skólar eru með ný lið í ár. MH-ingarnir Nína Sólveig, Brynjar Bragi og Magnús stóðust frumsýninguna og sýndu ótrúlega snilli í svörum sínum. Til hamingju með sigurinn.

Hér má lesa frétt RÚV um keppni gærkvöldsins: https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2026-01-20-mh-fsu-fva-og-me-afram-i-atta-lida-urslit-gettu-betur-464206