Frjáls... en samt ekki

Í MH er fjölbreyttur starfsmannahópur. Þar á meðal er Mahdya Malik en hún kennir ensku í MH og hefur verið búsett á Íslandi í 11 ár. Hún skrifaði grein á visir.is í desember sl. sem ber heitið: "Á milli heima: blætis­væðing er­lendra kvenna, klámdrifin við­horf og staf­rænt of­beldi á Ís­landi." Í kjölfarið birtist einlægt  viðtal við hana á visir.is þar sem hún vekur athygli á þeim fordómum sem konur af erlendum uppruna mæta á Íslandi, ekki síst á netinu.

Í grein sinni vekur Mahdya athygli á þeim fordómum sem konur af erlendum uppruna mæta á Íslandi, ekki síst á netinu. Hún segir þær stimplaðar „öðruvísi“ og vera heppilegt skotmark í ákveðnum afkimum internetsins, þar sem andúð, forréttindablinda og kvenfyrirlitning fá að grassera.

Mahdya segist ekki gera sér grein fyrir því hvort konur af erlendum uppruna verði endilega fyrir meiri áreitni og ofbeldi á netinu en aðrar konur en það sé upplifun þeirra að tónninn sé annar.  „Það er þetta hvernig talað er við okkur; skaðlegt orðaval og annað sem er kannski öðruvísi en það sem íslenskar konur upplifa,“ segir hún. Sem dæmi nefnir hún athugasemdir þess efnis að það ætti að handtaka hana og flytja úr landi fyrir að standa með Palestínu. „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður“,“ segir hún.

Hér má nálgast þessar fróðlegu greinar:

https://www.visir.is/g/20252816513d/-eg-var-kollud-hrydju-verka-madur- 

https://www.visir.is/g/20252812484d/a-milli-heima-blaetisvaeding-erlendra-kvenna-klamdrifin-vidhorf-og-stafraent-ofbeldi-a-islandi 

Við viljum að lokum þakka Mahdyu fyrir að vera hluti af frábærum starfsmannahópi MH.