Heilsueflandi hádegi

Þessa vorönn verður Þórdís, hjúkrunarfræðingur MH, með umræðuhópa um ýmis atriði sem viðkoma heilsu. Fjallað verður um eitt málefni í hvert sinn og mun Þórdís fara með fræðsluna og stýra umræðum. Hóparnir verða litlir svo hægt sé að skapa grundvöll fyrir uppbyggilegar umræður, þ.e. 8 pláss eru í hverjum hópi. Hópfræðslan verður flutt tvisvar sömu vikuna hver, þ.e. á miðvikudögum og föstudögum milli kl. 12-13. Nemendur þurfa ekki að mæta á allar fræðslurnar, nóg er að skrá sig í fræðslu um umræðuefni sem höfðar til hvers og eins, en auðvitað velkomið á skrá sig á eins margar og áhugi er á.

Dagskráin er svona:

• Miðvikudagur 28. janúar og föstudagur 30. janúar: Svefn og svefnvenjur

• Miðvikudagur 11. febrúar og föstudagur 13. febrúar: Næring og orka

• Miðvikudagur 25. febrúar og föstudagur 27. febrúar: Hreyfing: fyrir líkama og sál

• Miðvikudagur 11. mars og föstudagur 13. mars: Kynheilbrigði: sjálfsmynd og sjálfsvirðing

• Miðvikudagur 25. mars og föstudagur 27. mars: Samvera, tengsl og samskipti



Allar fræðslurnar verða kl. 12-13 í Fólkvangi, skrifstofu Þórdísar í MH. Nauðsynlegt er að skrá sig til að taka þátt.

Hér er hlekkur til að skrá sig á fyrstu fræðsluna sem verður um svefn og svefnvenjur: https://forms.office.com/e/WCu9NqHWi4