Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna

Lið Menntaskólans við Hamrahlíð varð í þriðja sæti.
Lið Menntaskólans við Hamrahlíð varð í þriðja sæti.

Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna var haldin um daginn. Á síðu keppninnar stendur að í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna keppi þriggja til fjögurra manna lið í að stýra fyrirtæki í ákveðinn tíma með sem bestum árangri. Mikilvægur hluti af starfi stjórnenda er að taka ákvarðanir, bæði um atriði í starfsemi frá degi til dags og stærri ákvarðanir sem hafa áhrif á starfsemina, og samfélagið allt, til frambúðar. Blandað lið MH, MR og MS varð í fyrsta sæti og óskum við þeim til hamingju með það.