Fréttir

Ljósmyndasýning

Nemendur í ljósmyndaáfanga í MH verða með ljósmyndasýningu á völdum myndum á Árbæjarsafni í allt sumar. Sýndar eru myndir frá hausti 2018 og vori 2019. Gaman væri að skella sér á Árbæjarsafn í sumar.

Þýskuþraut

Á dögunum fór fram árleg þýskuþraut og tveir MH-ingar unnu þar til verðlauna, þau Breki Sigurðarson sem náði 4. sætinu og fær að launum tveggja vikna dvöl í Þýskalandi og Sylvía France Skúladóttir sem lenti í 14. sæti og fékk bókaverðlaun. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir stuttmyndasamkeppni og þar varð framlag MH í fyrsta sæti. Verðlaunamyndin heitir "Meine Mutter im Schafstall", en höfundar hennar, Hekla Karen Alexandersdóttir og Snjólaug Vera Jóhannsdóttir hlutu bókaverðlaun. Til hamingju öll.

Ný stjórn nemendafélags MH

Í lok apríl tók ný nemendastjórn við í NFMH. Þau eru : Sunna Tryggvadóttir , forseti; Tómas van Oosterhout, varaforseti ; Þórhallur Runólfsson , gjaldkeri og Helga Rakel Fjalarsdóttir, markaðsstjóri. Við óskum þeim til hamingju með kosninguna og hlökkum til samstarfs á næsta skólaári.

Áhugaverðasta nýsköpunin

Nemendur úr frumkvöðlafræði í MH tóku þátt í nýsköpunarkeppni framhalsskólanna. Ein af hugmyndum þeirra hlaut verðlaun fyrir að vera áhugaverðasta nýsköpunin. Til hamingju með það.

Prófin eru hafin

Í dag er fyrsti prófdagur og Miðgarður er tilbúinn og tekur hlýlega á móti öllum sem koma. Gangi ykkur sem best í prófunum.

Veikindatilkynningar á prófatíma - Sickness during exams

Veikindi á prófdegi verður að tilkynna samdægurs, fyrir kl. 14:00, í gegnum Innu. Nauðsynlegt er að tilgreina áfangann í athugasemd. If you are sick on the exam day you have to report it in Inna before 14 pm of the day of the exam.

Dimission

Í dag er dimission og munu útskriftarnemendur skemmta okkur hinum á sal. Góða skemmtun.

Gleðilegt sumar

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng inn sumarið undir stjórn Hreiðars Inga. Eftir tónleikana var boðið upp á veitingar. Takk fyrir okkur.

Vorvítamín sumardaginn fyrsta í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Sumardagurinn fyrsti - fögnum sumri. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar heldur sína árlegu vortónleika - Vorvítamín 25. apríl, kl. 14:00, í sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Aðgangur er ókeypis og verða veitingar til sölu eftir tónleikana.

Skrifstofa skólans verður lokuð í páskafríinu - Gleðilega páska

Skrifstofa skólans verður lokuð í dymbilvikunni vegna páskaleyfis frá og með mánudeginum 15. apríl til kl. 8:30 þriðjudaginn 23. apríl. Kennsla hefst svo aftur miðvikudaginn 24. apríl. On Monday, April 15th the school office will be closed for Easter until 8:30 am on Tuesday, April 23rd. Teaching will start again on Wednesday, April 24th.