Rafhleðslustöðvar - til að hlaða rafbíla

Við í MH höfum fengið rafhleðslustöðvar fyrir framan skólann okkar í samstarfi við Ísorku. Þar gefst rafbílaeigendum tækifæri á að hlaða bílana sína. Uppsetning hleðslustöðvanna er liður í því að fylgja eftir umhverfisstefnu skólans og hvetja til umhverfisvænni samgangna. Margir MH-ingar, bæði nemendur og starfsfólk, keyra um á rafbílum og við gleðjumst yfir því að þeir geta núna hlaðið bílana sína.  Við viljum ítreka það að stæðin eru einungis ætluð til þess að hlaða bílana, ekki geyma þá.