Aðalfundur foreldrafélags MH

Foreldrafélag MH verður með aðalfundinn sinn miðvikudaginn 2. október og vonum við að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta.  Á fundinum verður farið yfir starfsemi foreldrafélags MH, Pálmar Ragnarsson verður með fyrirlestur um jákvæð samskipti og verða veitingar í boði félagsins. Hægt er að skrá sig á viðburðinn á síðu félagsins.