Hallgrímur gefur tóninn.

"Fyrstu tímarnir líða hægt. Flestum tekst að sofa af sér landnámið, en við krisnitökuna eru teknar frímínútur. Dyrnar ... "

Á útskrift vor 2019 gáfu 40 ára stúdentar skólanum nokkrar myndir.  Þær hafa nú fengið pláss á veggjum skólans.  Hér gefur Hallgrímur Helgason tóninn í morgunsárið sem á kannski vel við daginn eftir velheppnað nýnemaball og örlítil þreyta er í nemendum.  Það er kjörið tækifæri fyrir foreldra og forráðamenn að skoða myndirnar á foreldrakynningunni í kvöld sem hefst kl. 19:30