Tómas Ingi Hrólfsson sigrar í efnafræðikeppni framhaldsskólanna

Nýlega fór fram úrslitakeppni framhaldsskólanna í efnafræði og voru MH-ingar á meðal þátttakenda. Tómas Ingi Hrólfsson sigraði og er árangur hans athyglisverður þar sem hann sigraði fyrr í vetur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Annar MH-ingur, Jón Klausen, náði mjög góðum árangri og varð í 12. sæti.
Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.