Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólana

Úrslit Pangeu á Íslandi voru haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð um helgina. 86 nemendum hvaðanæva af landinu var boðið að taka þátt eftir að hafa komist í gegnum tvær undankeppnir. Keppnin var nú haldin í fjórða skipti á Íslandi og voru 3352 nemendur úr 8. og 9. bekk skráðir til leiks. Þátttökuskólar voru samtals 68. Að lokinni keppni var boðið uppá veitingar og skemmtiatriði áður en úrslit voru tilkynnt.  Nánar upplýsingar um Pangea má finna hér.