Góður árangur í landskeppni í efnafræði

18. almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins fimmtudaginn 28. febrúar. Alls tók 141 nemandi þátt, úr sex skólum.
Tómas Ingi Hrólfsson hafnaði í 6. sæti og Jón Klausen í 12. sæti. Þeir Tómas Ingi og Jón hafa unnið sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram í Háskóla Íslands 23.-24. mars nk. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.