Fréttir

Leikfélag NFMH

Leikfélag NFMH sýnir söngleikinn "Ógleymanlegur söngleikur um ást , dauða og vonbrigði" í MH. Þetta er mjög skemmtileg sýning og hvetjum við alla til að líta við. Sýningin er í MH og miðar eru seldir á tix.is. Nú er rétti tíminn til að skella sér á söngleik. Sýningar standa yfir til 28. mars.

Suðurlandsferð að baki

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hefur nú lokið tónleikaferð sinni um Suðurland sem lukkaðist vel. Sungið var fyrir aldraða á dvalarheimili á Hellu, fyrir grunnskóla á Hvolsvelli og í Reykholti, Biskupstungum. Sungið var fyrir menntaskólanema á Laugarvatni og haldnir voru tónleikar í Vík, á Selfossi og í Skálholti. Í Skálholti hélt kórinn sameiginlega tónleika með Kór Menntaskólans að Laugarvatni og Kór Kvennaskólans.

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Tómas Ingi Hrólfsson, nemandi í MH, vann Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna sem fram fór á laugardaginn. 35 nemendur tóku þátt í keppninni og var sigur Tómasar Inga afgerandi þar sem hann hlaut 59 stig af 60 mögulegum. Til hamingju Tómas Ingi. Nánar má lesa um keppnina á mbl.

Listaverkið Krossá

Óli Hilmar Briem Jónsson arkitekt og málari og eignkona hans Kristín Salóme Jónsdóttir gáfu skólanum málverk eftir Óla Hilmar. Þau útskrifuðust frá MH fyrir rúmlega 40 árum og vilja þakka fyrir sig með því að afhenda skólanum málverkið Krossá. Við þökkum fyrir okkur sömuleiðis og munum finna málverkinu góðan stað í skólanum.