Fréttir

Vel heppnuð rýmingaræfing

Í dag fór fram vel heppnuð rýmingaræfing. Nemendur, kennarar og annað starfslið stóð sig frábærlega og skólinn var rýmdur hratt og örugglega á mjög góðum tíma eða á rétt innan við 4  mínútum. Vel gert öll!

Framhaldsskólakeppnin Hjólum í skólann - allir með!

Í næstu viku hvetjum við alla til að hjóla, ganga, línuskauta eða nota almenningssamgöngur til og frá skóla. Allir MH-ingar (starfsfólk og nemendur) eru saman í liði í framhaldsskólakeppni sem heitir Hjólum í skólann sem er á vegum ÍSÍ. Keppnin er dagana 16.-20. sept n.k. að báðum dögum meðtöldum. Skráning á http://www.hjolumiskolann.is/ og velja lið MH. Koma svo MH-ingar!

Aldarminning - Guðmundur Arnlaugsson

Guðmundur Arnlaugsson, fyrsti rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, fæddist í Reykjavík hinn 1. september 1913. Í tilefni aldarafmælisins verður efnt til hátíðar í skólahúsi MH næstkomandi helgi, hraðskákmót á laugardegi og málþing á sunnudegi. Báðir atburðir hefjast kl. 14:00. Allir eru velkomnir en bent er á að keppendur á Minningarmótinu verða að skrá sig til leiks á skak.is. Minningarmótið er öllum opið og gert er ráð fyrir að flestir sterkustu skákmenn landsins taki þátt. Gamlir nemendur Guðmundar eru sérstaklega hvattir til þátttöku sem og auðvitað allir skákáhugamenn sem margir hverjir minnast þessa merka manns með miklum hlýhug. Á málþinginu verður í stuttum erindum fjallað um framlag Guðmundar, en hans er minnst með þakklæti og virðingu sem kennara, skákmeistara, fræðimanns, frumkvöðuls, leiðtoga og tónlistarunnanda.

Upphaf haustannar 2013 - Beginning of school in August

Aðgangi allra nemenda að Innu var lokað í júní vegna vinnu við stundatöflur. Stundatöflur þeirra nemenda sem greitt hafa skólagjöldin verða aðgengilegar upp úr miðjum ágúst. Nánari upplýsingar verða hér á heimasíðunni þegar nær dregur. Inna has been closed and will open again to those that have paid the school tuition when individual timetables are ready around the middle of August. More information here around the middle of August. Nýnemar eiga að mæta á fund rektors á Miklagarði, hátíðarsal skólans, miðvikudaginn 21. ágúst kl. 13:00 stundvíslega. All new students are required to attend a meeting with the school principal on Wednesday, August 21st at 1 pm in the school auditorium. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 22. ágúst. Teaching will start according to timetables on Thursday, August 22nd. Hafið það gott í sumar og sjáumst hress í haust! Have a nice summer holiday!

Skráning í stöðupróf - Registration for placement tests

Stöðupróf 15. - 19. ágúst -Placement tests August 15th -19th. Skráning í stöðupróf í dönsku, ensku, frönsku, ítölsku, stærðfræði (einnig próf á ensku), norsku, spænsku, sænsku og þýsku er hafin. Prófin verða 15. - 19. ágúst. Nánari upplýsingar og tengil í rafræna skráningu má finna hér. Placement test in Danish, English, French, German, Italian, Mathematics, Norwegian, Spanish and Swedish will be held in August. More information and online registration here. Upplýsingar um stöðupróf í öðrum tungumálum 11. september - smellið á Lesa meira hér fyrir neðan. To get information on placement tests in other languages on September 11th. click on Lesa meira below

Innritun nýnema er lokið

Við höfum innritað 275 nýnema beint úr grunnskóla og 37 eldri nemendur. Við bjóðum þau öll velkomin í skólann í haust.

Áhugaverð myndbönd um sænskukennslu á Íslandi- Svenskundervisning

Sett hafa verið á vefinn tvö myndbönd (Youtube) um sænskukennslu á Íslandi, annars vegar í grunnskólum og hins vegar í framhaldsskólum.  Í myndbandinu sem fjallar um sænskukennslu í menntaskóla  er m.a. rætt við Ingegerd Narby fagstjóra í sænsku og kennara við MH, sænskunemendur og Anders Ljunggren sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Myndbandið er 6 mínútna langt og að stórum hluta tekið upp í hér MH https://www.youtube.com/Svenskundervisning

Rokkdúx úr MH með 9,43

Í skemmtilegri frétt á mbl.is segir frá Berglindi Ernu Tryggvadóttur sem dúxaði frá MH í vor. Hér er tengill í fréttina Rokkdúx úr MH.

Skrifstofa skólans lokuð frá kl. 14:00 í dag 28. maí

Vegna vorferðar starfsmanna verður skifstofa skólans lokuð frá kl. 14:00 í dag þriðjudaginn 28. maí.

Til hamingju nýstúdentar!

Laugardaginn 25. maí voru 203 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Dúx þetta vorið er Berglind Erna Tryggvadóttir og semidúx er Halla Björg Sigurþórsdóttir en hún lauk einnig flestum einungum eða 192. Við óskum öllum nýstúdentum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þennan áfanga!