Aldarminning - Guðmundur Arnlaugsson

Guðmundur Arnlaugsson
Guðmundur Arnlaugsson
Guðmundur Arnlaugsson, fyrsti rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, fæddist í Reykjavík hinn 1. september 1913. Í tilefni aldarafmælisins verður efnt til hátíðar í skólahúsi MH næstkomandi helgi, hraðskákmót á laugardegi og málþing á sunnudegi. Báðir atburðir hefjast kl. 14:00. Allir eru velkomnir en bent er á að keppendur á Minningarmótinu verða að skrá sig til leiks á skak.is. Minningarmótið er öllum opið og gert er ráð fyrir að flestir sterkustu skákmenn landsins taki þátt. Gamlir nemendur Guðmundar eru sérstaklega hvattir til þátttöku sem og auðvitað allir skákáhugamenn sem margir hverjir minnast þessa merka manns með miklum hlýhug. Á málþinginu verður í stuttum erindum fjallað um framlag Guðmundar, en hans er minnst með þakklæti og virðingu sem kennara, skákmeistara, fræðimanns, frumkvöðuls, leiðtoga og tónlistarunnanda.