Valvika

Hér má sjá fjölda áfanga í hverju fagi sem eru í boði fyrir haustönn 2023 - kenndir á íslensku.
Hér má sjá fjölda áfanga í hverju fagi sem eru í boði fyrir haustönn 2023 - kenndir á íslensku.

Þessa dagana eru nemendur að velja áfanga fyrir haustönn 2023. Í boði eru 173 áfangar fyrir allar brautir, fyrir utan 53 áfanga sem eru kenndir á ensku fyrir nemendur á IB braut. Val nemenda er skoðað eftir að valvikunni lýkur og út frá því eru teknar ákvarðanir um hvaða áfangar verða kenndir næsta haust. Það skiptir því miklu máli að velja rétt og velja það sem nemendur ætla sér að taka. Alltaf eru nokkrir nýir áfangar í boði og einnig eru nokkrir áfangar sem eru einungis kenndir á haustin sem og aðrir sem eru einungis kenndir á vorin.