Kynning á áfangaframboði haustannar 2023

Það er ekki seinna vænna en að kynna til leiks áfangaframboð haustannar 2023. Þar kennir ýmissa grasa, margir gamlir og góðir áfangar eru á sínum stað og ýmsir nýir líta dagsins ljós. Föstudaginn 3. mars verða áfangakynningar á Miklagarði þar sem kennarar kynna sínar greinar og allt það sem verður í boði næsta haust. Við hvetjum ykkur öll til að kíkja við á Miklagarði milli 9:00 og 12:00 og sjá það sem í boði er. Hver veit nema einhver óvæntur glaðningur verði á boðstólum. Klukkan 12:30 hefst svo valtími fyrir nemendur sem eru á fyrsta og öðru ári í skólanum. Umsjónarkennarar taka á móti ykkur í auglýstum stofum.