Þegar fólk skynjar hættu eða ógn fer af stað ákveðið viðbragð í líkama þeirra. Þetta er stundum nefnt kvíðaviðbragð og því er ætlað að búa okkur undir líkamleg átök. Það er gott að búa yfir slíku viðbragði þegar einhver ræðst á mann eða þegar ljón reynir að éta mann.
Þetta viðbragð er hins vegar miður gagnlegt ef ógnin sem setur það af stað er næsta stærðfræðipróf. Kvíði truflar einbeitingu sem gerir það að verkum að mjög erfitt er fyrir þá sem þjást af prófkvíða að læra fyrir og taka próf. Þegar í prófið er komið nær kvíðinn oftast hámarki og líkaminn býst til átaka sem svo aldrei eiga sér stað. Þótt kunnáttan sé til staðar þá skilar hún sér ekki vel því það er erfitt að hugsa, skrifa og einbeita sér í kvíðakasti.
Hér er hlekkur á viðtal við Sólrúnu Ósk Lárusdóttur sálfræðing í MH um gagnlegar leiðir til að takast á við prófkvíða.
Gangi ykkur vel í prófunum!