12.03.2014
Miðvikudaginn 12. mars verður opið hús í MH frá kl. 17:00-19:00 fyrir grunnskólanema og forráðamenn
þeirra. Í opnu húsi verður námsframboð, inntökuskilyrði og félagslíf skólans kynnt.
Námstjórar, kennarar, stjórnendur og náms- og
starfsráðgjafar munu sitja fyrir svörum um námsframboð og annað sem gestum liggur á hjarta varðandi nám við
skólann.
Náms-og starfsráðgjafar verða með glærusýningu um brautir skólans og ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem huga
á nám hér í M.H.
Nemendur kynna félagslíf nemenda og NFMH
Glæsilegt bókasafn skólans verður opið gestum og einnig gefst tækifæri til þess að kíkja í hinar ýmsu kennslustofur.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur kl. 18:00
07.03.2014
Skólinn fékk góða heimsókn í dag þegar fiðluleikarinn Midori sem er meðal kunnustu tónlistarmanna heims spilaði á
Miklagarði, hátíðarsal skólans. Ferill hennar spannar ríflega 30 ár en hún vakti heimsathygli þegar hún kom fram með
Fílharmóníusveit New York aðeins ellefu ára gömul. Síðan þá hefur hún verið einn af eftirsóttustu fiðluleikurum
veraldar. Midori sinnir samfélagsstörfum af mikilli elju og óskar eftir því að fá að heimsækja stofnanir, skóla og aðra þá
staði þar sem hún getur kynnt tónlist fyrir gestum og gangandi. Stokkfullur hátíðarsalur hlustaði af þvílíkri innlifun að heyra
hefði mátt saumnál detta meðan Midori spilaði undurvel. Í lok tónleikanna svaraði Midori spurningum úr salnum sem bæði voru
fjölbreyttar og skemmtilegar. Takk fyrir okkur!
07.03.2014
Sjá frétt hér neðar á síðunni með leiðbeiningum og tenglum.
07.03.2014
Nýverið lauk árlegri landskeppni framhaldsskólanema í efnafræði. Að lokinni undankeppni var 15 efstu nemendunum boðið til úrslitakeppni
sem fram fór í Háskóla Íslands. Í þeim hópi voru tveir nemendur frá MH, þau Freyja Björk Dagbjartsdóttir og Atli Freyr
Magnússon, og stóðu þau sig bæði mjög vel. Atli Freyr náði 2. sæti og vann með því rétt til þátttöku
í liði Íslands sem fer á ólympíuleika í efnafræði, en þeir verða haldnir í Hanoi í Víetnam nú í
sumar. Þá varð Freyja Björk í 8. sæti. Til hamingju!
06.03.2014
Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning fer fram dagana 6. til 8. mars í Kórnum í Kópavogi. Námsráðgjafar MH,
Björg, Gunnhildur og Sigríður Birna eru á staðnum og kynna skólann.
05.03.2014
Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1998 eða síðar) hófst mánudaginn 3. mars og lýkur föstudaginn 11. apríl. Nemendur fá
bréf frá Námsmatsstofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum afhent í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá
bréf í pósti frá Námsmatsstofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt
í forinnrituninni. Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 5. maí til 10. júní. Nánari upplýsingar um innritun í framhaldsskóla
má fá á menntagatt.is og hjá Námsmatsstofnun í síma 550 2400.
Hér má finna upplýsingar um námsbrautir og inntökuskilyrði brauta.
Innritun annarra en 10. bekkinga verður 4. apríl til 31. maí
26.02.2014
Í gær héldu nemendur hátíðlegan Ellýardag í tilefni af 10 ára starfsafmæli Ellýar í Sómalíu, matsölu
nemenda. Karen forseti NFMH færði Ellý bók með heillaóskum, blóm, verðlaunabikar og boðsmiða til Parísar fyrir hana og eiginmann hennar.
Gjafirnar eru afrakstur söfnunar nemendastjórnar og starfsfólks Sómalíu meðal nemenda og starfsmanna. Ellý hefur reynst nemendum og okkur öllum vel
síðastliðin 10 ár og vonandi njótum við starfskrafta hennar sem lengst. Til hamingju með daginn!
24.02.2014
MH tekur þátt í Lífshlaupinu. Skólinn er eitt lið nemenda og starfsfólks.
Til að fá skráðan 1 dag þarf að stunda miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur samtals yfir daginn. Tímanum
má skipta upp í nokkrar styttri einingar yfir daginn s.s. nokkrar 10 eða 15 mínútna lotur í senn. Allir dagar telja með (frídagar og virkir dagar).
Allir taka þátt og skrá hreyfingu sína með liði MH á www.lifshlaupid.is
20.02.2014
Háskólinn í Reykjavík hefur ákveðið að flauta til þjálfunarbúða á laugardaginn kemur 22. febrúar kl. 11
fyrir þá sem vilja kynnast þeim verkefnum sem farið verður í sjálfri Forritunarkeppni framhaldsskólanna. Byrjendur jafnt sem lengra komnir eru hvattir til að mæta og fá allri
þjálfun við sitt hæfi. Mikilvægt er að þátttakendur komi með eigin tölvur með sér, aðgangur ókeypis.
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á scs_office@ru.is. Sjá einnig á
www.facebook.com/ForritunarkeppniFramhaldsskolanna.
19.02.2014
Smellið hér til að sjá dagskrá á
Lagningardögum!