Foreldraráð MH kynnir: Erindi frá Rannsókn og greiningu um hagi, líðan og vímuefnanotkun nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð

Foreldraráð Menntaskólans við Hamrahlíð stendur fyrir kynningu á niðurstöðum könnunar um hagi, líðan og vímuefnaneyslu nemenda skólans þriðjudagskvöldið 3. mars kl. 20. Rannsókn og greining lagði könnunina fyrir árið 2013 en könnunin hefur reglulega verið lögð fyrir framhaldsskólanema á Íslandi frá árinu 1992 og gefur því ágætis mynd af þróun framangreindra þátta síðustu 20 árin. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur frá Rannsókn og greiningu mun koma og greina frá niðurstöðum fyrir Menntaskólann við Hamrahlíð og bera saman við  heildina og aðra framhaldsskóla. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að mæta og hlýða á áhugavert erindi. Fundurinn er þriðjudagskvöldið 3. mars kl. 20:00 í stofu 11.