Fréttir

Hafragrauturinn

Alla morgna, nema mánudagsmorgna, er boðið upp á hafragraut í MH. Grauturinn rennur vel ofan í nemendur og starfsfólk sem einnig fær sér graut. Með grautnum er boðið upp á kanil, salt og ýmiss konar útálát eftir smekk hvers og eins.

Umsóknartímabil á fjölnámsbraut

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á fjölnámsbraut fyrir haustið 2023 og eru áhugasamir nemendur hvattir til að skoða hvað brautin hefur upp á að bjóða.

Hjúkrunarfræðingurinn

Hjúkrunarfræðingur skólans veturinn 2022-2023 er Sigríður Elísabet Árnadóttir (Sigga Beta). Nemendur geta ýmist komið við eða pantað tíma með því að senda póst á netfangið: sigridur.elisabet.arnadottir@heilsugaeslan.is. Sigga Beta er við á skólatíma á mánudögum og er staðsett við hliðina á netstjórum á fyrstu hæðinni (stofa merkt Gimlé).

Lið MH í Gettu betur komið í aðra umferð

Lið MH í Gettu betur er komið í aðra umferð eftir að hafa sigrað lið Menntaskólans á Ísafirði með 20 stigum gegn 15. Liðið skipa Auður Ísold Kjerúlf, Flóki Dagsson og Valgerður Birna Magnúsdóttir. Í annarri umferð mætir liðið Fjölbrautaskóla Suðurlands og fer viðureignin fram miðvikudaginn 18. janúar. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn og góðs gengis í næstu viðureign.

Gleðilega vorönn 2023

Fyrsti kennsludagurinn á nýrri önn byrjar á morgun fimmtudaginn 5. janúar kl. 9:00, með skólasetningu á sal. Rektor mun taka á móti nemendum og segja nokkur orð og eftir það fara allir til kennslustofu skv. stundatöflunni sem er í Innu.