Lið MH í Gettu betur komið í aðra umferð

Lið MH í Gettu betur 2023
Lið MH í Gettu betur 2023

Lið MH í Gettu betur er komið í aðra umferð eftir að hafa sigrað lið Menntaskólans á Ísafirði með 20 stigum gegn 15. Liðið skipa Auður Ísold Kjerúlf, Flóki Dagsson og Valgerður Birna Magnúsdóttir. Í annarri umferð mætir liðið Fjölbrautaskóla Suðurlands og fer viðureignin fram miðvikudaginn 18. janúar.

Við óskum liðinu til hamingju með sigurinn og góðs gengis í næstu viðureign.