Gleðilega vorönn 2023

Jóhanna ítölskukennari og námstjóri er ein af þeim sem bíður spennt eftir að aðstoða ykkur ef þið ha…
Jóhanna ítölskukennari og námstjóri er ein af þeim sem bíður spennt eftir að aðstoða ykkur ef þið hafið ekki klárað allar töflubreytingar.

Fyrsti kennsludagurinn á nýrri önn byrjar á morgun fimmtudaginn 5. janúar kl. 9:00, með skólasetningu á sal. Rektor mun taka á móti nemendum og segja nokkur orð og eftir það fara allir til kennslustofu skv. stundatöflunni sem er í Innu.  Töflubreytingum lýkur í dag í gegnum Innu og ef einhver eiga eftir að fá einhverju breytt þá taka námstjórar á móti ykkur og aðstoða við breytingarnar.