#CallToEarthDay

Vinnustofa á Miðgarði í hádeginu í dag
Vinnustofa á Miðgarði í hádeginu í dag
Developing Democratic Sustainability, eða lýðræði og samfélagsþátttaka, er Erasmus-verkefni sem enskukennararnir Íris Lilja, Eva og Þórhalla vinna að með 9 nemendum á fyrsta ári í framhaldsskóla. Verkefnið er unnið í samvinnu við þýskan skóla. Viðfangsefnið tengir saman ensku, lýðræði og umhverfismál. Verkefnið stendur yfir í tvö skólaár.
Á mánudaginn og í dag tóku Erasmus+ hópurinn og umhverfisnefnd MH höndum saman og stóðu fyrir vinnustofu í tilefni af #CallToEarth Day (sem CNN stendur fyrir).