Prófsýning

Prófsýning verður með óhefðbundnu sniði þetta vorið.  Kennarar í hverjum áfanga fyrir sig hafa látið nemendur vita hvernig prófsýning verður í þeirra áfanga. Þar sem prófin fóru fram á netinu þá eru lausnir og athugsemdir oftast sýnilegar í Innu um leið og einkunnir hafa verið birtar og því lítil þörf á eiginlegri prófsýningu. Ef svo er ekki, munu kennarar í þeim áföngum vera við í MH á prófsýningardaginn 25.maí, millli 10:00 og 12:00.

Þeir nemendur sem munu koma í MH eru beðnir um að fylgja því að nemendur með nöfn frá A til Í komi kl. 10:00 og nemendur með nöfn frá J til Ö komi kl 11:00 - allt til að fylgja sóttvarnarreglum eins vel og hægt er.

Vegna framkvæmda þarf að ganga inn í skólann um innganginn undir bókasafninu.