Síðasti prófdagur

Þórhalla, Jennifer, Ásdís, Ingibjörg, Mark og Íris ásamt námsráðgjöfum og prófstjóra fylgjast spennt…
Þórhalla, Jennifer, Ásdís, Ingibjörg, Mark og Íris ásamt námsráðgjöfum og prófstjóra fylgjast spennt með nemendum í prófi

Í dag er síðasti prófdagur skv. próftöflu vorannar. Prófin hafa gengið vonum framar og ótrúlegt að komið sé að síðasta prófdegi. Í dag eru enskupróf kl. 9:15, 11:15 og 13:15 og svo er heimspekipróf kl. 13:15. Sjúkrapróf taka við seinna í dag og á mánudag og þriðjudag. Gangi ykkur sem best