Fjörutíu ár í MH

Steingrímur Þórðarson íslenskukennari við MH lætur nú af störfum eftir að hafa starfað við skólann í 40 ár. Steingrímur hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum við skólann og verið áfangastjóri, settur konrektor og settur rektor.
Steingrímur var kvaddur á staðfestingardag og færð gjöf frá skólanum á þessum merku tímamótum en fátítt er að menn nái 40 árum á einum og sama vinnustaðnum.
Við þökkum Steingrími fyrir vel unnin störf og farsælt og gjöfult samstarf.