MH-ingar karatefólk ársins

Margir af nemendum MH stunda afreksíþróttir svo eftir er tekið. Freyja Stígsdóttir nemandi á opinni braut var valinn karatekona ársins af Karatesambandi Íslands. Freyja hefur náð eftirtektarverðum árangri heima sem erlendis og unnið fjölda titla. Þess má geta að karatemaður ársins heitir Aron Anh og hann er einnig MH-ingur sem útskrifaðist 2018. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og nafnbótina.