Nemandi MH vann keppni Félags frönskukennara og Sendiráðs Frakklands á Íslandi

Laugardaginn 6. apríl var haldin árleg keppni Félags frönskukennara og Sendiráðs Frakklands á Íslandi. Um er að ræða keppni framhaldsskólanema sem senda inn stutt myndbönd þar sem þau tjá sig á frönsku. Í ár var þemað ÁSTIN. Vinningshafi var Gríma Eir Geirs Irmudóttir nemandi í FRA603. Til hamingju Gríma Eir!