MH stúdent fær hvatningarverðlaun Eðlisfræðifélagsins

Um nokkurra ára skeið hefur Eðlisfræðifélag Íslands veitt efnilegustu nemendum HÍ og HR hvatningarverðlaun, einum úr hvorum skóla. Sigtryggur Hauksson fyrrverandi nemandi í MH var HÍ nemandinn sem fékk þessa viðurkenningu á síðasta aðalfundi Eðlisfræðifélagsins. Til hamingju Sigtryggur!