Úrslit stærðfræðikeppni

Úrslit í lokakeppni stærðfræðikeppninnar fóru fram Í Háskólanum í Reykjavík um síðustu helgi. Efsti keppandi var með 48 stig af 60. Í fimmta sæti var Ásgeir Valfells með 40 stig. Karl Þorláksson og Stefanía Bergljót Stefánsdóttir urðu í 14.-16. sæti með 21 stig. Þau þrjú eru í 16 manna hópi sem tekur þátt í norrænu stærðfræðikeppninni þann 8. apríl fyrir Íslands hönd. Til hamingju Ásgeir, Karl og Stefanía Bergljót!