Breytingar á prófatíma

Ákveðið hefur verið að gera tilraun til einnar annar með breyttan próftíma. Allir nemendur eiga kost á auka 30 mínútum í framhaldi af venjulegum próftíma. Ef próftími er 60 mínútur gefst öllum kostur á að sitja í 90 mínútur o.s.frv. Ekki þarf því að sækja sérstaklega til náms- og starfsráðgjafa um lengdan próftíma í vor. Þeir sem þurfa aðra aðstoð eða þjónustu sækja um það hjá námsráðgjöfum fyrir 12. apríl.