12.11.2021
Eins og heilbrigðisráðherra gaf út í dag eru sóttvarnarreglur enn og aftur hertar. Kennsla verður áfram hefðbundin en stóra breytingin er 50 manna fjöldatakmarkanir sem gilda út kennslutímabilið. Nánar má lesa um breyttar reglur hér á heimasíðunni og vonum við að allir taki þessu vel, hugsi vel um eigin sóttvarnir og forðist hópamyndanir. Við getum þetta saman.
10.11.2021
Developing Democratic Sustainability, eða lýðræði og samfélagsþátttaka, er Erasmus-verkefni sem enskukennararnir Íris Lilja, Eva og Þórhalla vinna að með 9 nemendum á fyrsta ári í framhaldsskóla. Verkefnið er unnið í samvinnu við þýskan skóla. Viðfangsefnið tengir saman ensku, lýðræði og umhverfismál. Verkefnið stendur yfir í tvö skólaár.
Á mánudaginn og í dag tóku Erasmus+ hópurinn og umhverfisnefnd MH höndum saman og stóðu fyrir vinnustofu í tilefni af #CallToEarth Day (sem CNN stendur fyrir).
05.11.2021
Nú reynir á að við stöndum okkur í sóttvörnum og frá og með mánudeginum 8. nóvember er aftur tekin upp grímuskylda í MH. Allir eru hvattir til að þvo margnota grímurnar og mæta með þær í skólann. Ef einhver gleymir grímu eru einnota grímur við tvo aðalinnganga skólans og einnig er hægt að nálgast þær á skrifstofu. Gerum öll okkar besta í einstaklingsbundnum sóttvörnum og tökum á þessu saman. Nánar er hægt að lesa um reglur skólans undir Covid-19 hnappnum á heimasíðunni og pósta til neme
01.11.2021
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og nýstofnaður kór útskrifaðra menntaskólanema flutti kórverk í Háteigskirkju síðastliðinn sunnudag. Kórstjórinn Hreiðar Ingi Þorsteinsson leiddi kórana og getur hann verið stoltur af sínu fólki og flutningi þeirra á verkum tónskáldanna. Flumflutt voru verkin "Fimm mislangar Míníatúrur" og verkið "Kvöldljóð". Miðað við fallegu tónana sem ómuðu í kirkjunni er framtíð tónlistar mjög björt á Íslandi.
01.11.2021
Nú hefur verið sett upp aðstaða til að skola einnota og margnota ílát. Aðstaðan er á Matgarði við annan innganginn að salernunum. Skolvaskurinn er til að geta skolað margnota ílát eða til að skola einnota ílát áður en þau eru sett í flokkunartunnu. Við skolvaskinn er sigti til að auðvelda það að sigta vökva frá matarleifum og setja svo matarleifarnar í lífrænan úrgang. Þetta er enn eitt skrefið í átt að betri flokkun sem við erum að stíga með þátttöku í grænum skrefum.
29.10.2021
Okkur í MH finnst ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Nú er langt liðið á seinni hluta haustannar 2021. Eitt af því sem þá þarf að huga að er próftaflan. Hún hefur nú verið birt nemendum í Innu og hér á heimasíðunni.
25.10.2021
Í MH fá nemendur hafragraut, grjónagraut og súpu í einnota umbúðum. Eftir áramótin munum við fara yfir í margnota umbúðir og leysast þá mörg flokkunarvandamálin. Í umhverfisvikunni, þar sem nemendur flokkuðu og flokkuðu og stóðu sig almennt mjög vel, kom í ljós að við þurfum að gera betur í flokkun einnota skála og þess sem eftir er í þeim. Því höfum við ákveðið að þangað til margnota skálar koma í hús hættum við að setja þessar skálar í pappírstunnuna og ætlum við að biðja alla um að setja þær og skeiðarnar á borð sem búið er að koma fyrir við báða enda Matgarðs og eitt á Miðgarði. Á borðunum eru lífrænir dallar þar sem tæma má afganga úr einnota skálunum og skilja svo skálarnar eftir á borðinu.