10.08.2021
Inna er lokuð hjá öllum nemendum, þó að nemendur hafi greitt skólagjöld, þar sem verið er að vinna í stundatöflugerð. Á fimmtudag eða föstudag munu stundatöflur opnast í Innu hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin, en þangað til er Inna lokuð hjá öllum. Við viljum því minna þau ykkar sem ekki hafa greitt skólagjöldin á að gera það hið fyrsta. Í framhaldinu verður opnað fyrir töflubreytingar hjá eldri nemendum sem voru í MH á síðustu önn. Nýnemar haustsins munu fá póst fyrir lok vikunnar um hvernig þeir þurfa að bera sig að ef þeir þurfa töflubreytingar.
09.08.2021
Þá er haustönn 2021 framundan og við í MH að koma okkur í stellingar. Skrifstofan hefur opnað aftur eftir sumarfrí og er opin frá kl. 8:30 til 12:00 og frá 12:30 til 15:30. Nánari upplýsingar um byrjun haustannar 2021 koma um leið og þær liggja fyrir.
22.06.2021
Skrifstofan er farin í sumarfrí frá og með 23. júní og opnar aftur mánudaginn 9.ágúst kl. 10:00. Búið er að senda bréf til nýnema, nýrra MH-inga, sem við bjóðum hjartanlega velkomin í skólann.
The school office will be closed from the 23rd of June and we will open again on the 9th of August.
10.06.2021
Innritun eldri nýnema í MH er lokið og bjóðum við ykkur öll hjartanlega velkomin. Skólagjöldin ættu að birtast í heimabanka á föstudag eða mánudag. Eindaginn er 7. júlí. Nánari upplýsingar voru sendar í tölvupósti í dag. Í dag er síðasti dagur fyrir 10. bekkinga að sækja um skólavist fyrir haustið og verður lokað fyrir umsóknir á miðnætti.
04.06.2021
Frá og með mánudeginum 7. júní verður skrifstofa skólans opin alla virka daga vikunnar frá kl. 9:00 til 15:00. Þessa dagana er verið að afgreiða umsóknir eldri nemenda um inngöngu í MH og eiga nemendur að geta fylgst með stöðu umsókna á Menntagátt.
01.06.2021
Menntaskólinn við Hamrahlíð verður lokaður frá og með kl. 13:00 í dag, vegna vorferðar starfsfólks. Skólinn opnar aftur á morgun og verður skrifstofan opin frá kl. 9:00 á morgun miðvikudag.
27.05.2021
Nemendur og kennarar í Erasmus + verkefninu DEMOS (Developing Democratic Sustainability) skelltu sér á Selfoss og Þingvelli í dag. Ferðin gekk mjög vel og er hópurinn bæði fróðari og þéttari eftir ferðina.
27.05.2021
Brautskráning verður föstudaginn 28. maí kl. 13:00. Athöfninni verður streymt þar sem ekki er unnt að hafa gesti. Vefslóðin er https://livestream.com/accounts/15827392/events/9690025
Útskriftarefni eru hvött til að mæta tímanlega í hús en fundur verður haldinn með útskriftarefnum á TEAMS fimmtudaginn 27. maí kl. 18:00.
19.05.2021
Prófum er lokið og einkunnir verða birtar í Innu eftir kl. 16:00 fimmtudaginn 20. maí. Upplýsingar um staðfestingardag og prófsýningu má finna hér á heimasíðunni. Nemendur geta sent umsjónarkennurum sínum tölvupóst ef þeir þurfa aðstoð við valið. Allar upplýsingar um áfangaframboð og staðfestingu er hægt að finna hér á heimasíðunni.