Stjórnmál á Miklagarði

Kosningastjórarnir Karen og Björn voru hæstánægð með kynningu stjórnmálaflokkanna.
Kosningastjórarnir Karen og Björn voru hæstánægð með kynningu stjórnmálaflokkanna.

Á morgun, fimmtudaginn 9. september, verða skuggakosningar í MH. Af því tilefni fengu MH-ingar heimsókn frá fulltrúm flestra flokka sem bjóða fram í alþingiskosningum 25. september 2021. Nemendur sýndu þeim mikinn áhuga og mættu á Miklagarð í hádegishléinu og ræddu við þá um landsins gagn og nauðsynjar. Kjörstjórn skipa tveir kennarar og nemendur sem eru í stjórnmálafræðiáfanga. Vonandi fengu sem flestir svör við spurningum sínum og eru einhvers vísari um hvern skal kjósa í skuggakosningunum á morgun.

kjörklefi