Góður árangur í úrslitum landskeppninnar í eðlisfræði

Helgina 10. - 11. apríl fóru úrslitin í Landskeppni í eðlisfræði fram.  Tveir nemendur MH áttu sæti í úrslitunum og náðu afar góðum árangri. 

Oliver Sanches náði fimmta sæti og verður honum boðið sæti í keppnisliði Íslands sem mun keppa í Evrópukeppninni í eðlisfræði (EuPhO) í lok júní og Ólympíuleikunum í eðlisfræði (IPHO) í lok júlí.

Hálfdán Ingi Gunnarsson var einnig nálægt því að ná inn í þennan hóp en hann endaði í sjöunda sæti.

Við óskum þeim til hamingju með góðan árangur.