Fréttir

Skrifstofu verður lokað kl. 13:00 miðvikudaginn 24. maí

Vegna vorferðar starfsmanna verður skrifstofa skólans lokuð frá kl. 13:00 miðvikudaginn 24. maí. Að venju er síðan lokað á uppstigningardegi fimmtudaginn 25. maí. Skrifstofan verður opnuð aftur á hefðbundnum tíma kl. 8:30 föstudaginn 26. maí. Brautskráning verður laugardaginn 27. maí kl. 14:00.

Sumarönn 2017

Sumarönnin mun standa frá 22. maí til 24. júní 2017. Kennt verður samkvæmt eftirfarandi töflu: ◾Íslenska 3 – ÍSLE3CC05 – þrið. og fim. frá kl. 16:30 til 20:00 í st. 16. ◾Íslenska 5 – ÍSLE3EE05 – mán. og mið. frá kl. 16:30 til 20:00 í st. 16. ◾Stærðfræði (Líkindareikn. og tölfræði) – STÆR2CT05 –þrið. og fim. frá kl. 16:30 til 20:00 í st. 12. Ráðgert er að prófað verði laugardaginn 24. júní, nánari tímasetning og fyrirkomulag verður ákveðin síðar. STÆR3DD05, SAGA22BE05 og SÁLF2BÞ05 falla niður.

Útskriftaræfing 26. maí kl. 18 - Rehersal for graduation May 26 at 6 pm

Allir nemendur sem brautskrást laugardaginn 27. maí eiga að mæta á útskriftaræfingu föstudaginn 26. maí kl. 18:00. Æfingin tekur rúman klukkutíma og mjög áríðandi að allir mæti og séu á réttum tíma.All students graduating on Saturday May 27th are required to attend a rehersal at 6 pm on Friday May 26th. This is important and please be on time.

Dagskrá staðfestingardags 19. maí -Timetable on course selection day May 19th

Hér eru nánari leiðbeiningar fyrir staðfestingu vals og hvernig það er gert í Innu,      hér er  listi yfir áfanga í boði á haustönn og listi yfir áfanga sem falla niður. Dagskrá staðfestingardags föstudagsins 19. maí: Viðtalstímar valkennara dagskóla verða frá 10:00 - 11:00 Prófasýning verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin því eftir þennan tíma fara prófin í geymslu. Staðfestingu og nauðsynlegri lagfæringu á vali dagskólanema þarf að vera lokið kl. 14:00 og skila þarf inn P-umsóknum fyrir kl. 11:30. Athugið að ekki verður hægt að sækja um P-áfanga í haust. Timetable on course selection day Friday May. 19th: Teachers assisting with course selection will be available from 10:00 - 11:00. Viewing of test papers is possible from 11:15 - 12:15. Students are encouraged to use this opportunity to view the test papers. Confirmation or adjustment of the course selection for spring term has to be finished by 2 o´clock.

Inna verður opnuð nemendum síðdegis í dag 18. maí

Inna verður opnuð nemendum síðdegis í dag og þá geta nemendur séð einkunnir sínar og staðfest valið fyrir næstu önn.

Prófatímabilið 2. til 15. maí - Final exams

Próf hefjast þriðjudaginn 2. maí og standa til mánudagsins 15. maí. Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 595 5200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn. Skrifstofa er opin alla virka daga kl. 8:30 - 15:30. Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 8 - 18 og laugardaginn 6. maí kl. 10 – 14. Próftafla vorið 2017. Prófstjóri er með viðtalstíma alla prófdaga kl. 10 - 11 í st. 38. Gangi ykkur vel í prófunum! Final exams start on May 2nd and end on May 15th. Students that fall sick during the finals phone the office (Tf. 595 5200) before 2 pm on the exam day at which time they will receive  information regarding makeup exams. Students need to hand in a doctor’s note  at the start of makeup exams.  The School office is open from 8:30 am - 3:30 pm Monday – Friday. The Library is open Monday – Friday from 8 am - 6 pm and Saturday  May 6th from 10 am - 2 pm. Test table spring 2017. The administrator in charge of exams can be found in room 38 from 10 – 11 on the mornings of test days. Good luck with your exams!

Innritun fyrir 10. - bekkinga stendur frá 4. maí til 9. júní og eldri nemenda frá 3. apríl til 31. maí.

  Innritun 10. - bekkinga fyrir haustið 2017 er frá 4. mars til 9. júní. Með góðu skipulagi og dugnaði geta nemendur lokið náminu á 3 árum!Innritun eldri nemenda (fæddir 2000 eða fyrr) sem ætla að skipta um skóla hefst mánudaginn 3. apríl og lýkur miðvikudaginn 31. maí.Innritunin allra fer fram á Menntagátt. Hér eru tenglar í upplýsingar um námsbrautir, inntökuskilyrði og úrvinnslu og viðmiðunarreglur MH.

Saga af listaverki Ásmundar Sveinssonar í Útgarði MH

Bókasafnið fékk í morgun tölvupóst frá  Kevin Lawrence  með eftirfarandi fyrirspurn:„We are Canadian, visiting Reykjavik.  I have a picture of me and my brother sitting on a statue by Asmundar Sveinsson that we have been told is inside your school.  If possible we would like to look at it today before we leave.  Is that possible?  Do you recognize the statue?“ Með fylgdi mynd af þeim bræðrum í styttunni.Ásdís Hafstað forstöðumaður bókasafnsins svaraði Kevin og sagði að styttan væri hér í Útgarði og bauð hann velkomin að skoða hana.           Skömmu síðar birtist hann með konu sinni og fóru þau með Ásdísi út í Útgarð og tóku nokkrar  myndir af styttunni í sól og blíðu í garðinum. Sagan af myndinni er sú að stytta Ásmundar Sveinssonar var fulltrúi íslenskrar myndlistar á heimssýningunni í Montreal í Kanada 1967. Þess má geta að Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt MH hannaði íslenska svæðið.  Kevin kom  ásamt bróður sínum á sýninguna þar sem myndin var tekin. Reykjavíkurborg gaf skólanum þetta listaverk við stofnun skólans. Þegar styttan kom heim frá Kanada haustið 1968 var hún afhent skólanum við  skólasetningu að listamanninum viðstöddum og komið fyrir í Útgarði þar sem hún hefur verið æ síðan.

Skrifstofa um páska

Skrifstofa skólans verður opin mánudaginn 10. apríl frá kl. 10:00 til 14:00. Eftir það verður lokað vegna páskaleyfis til kl. 8:30 þriðjudaginn 18. apríl. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 19. apríl.On Monday April 10th the school office will be open from 10 am until 2 pm. It will then be closed for Easter until 8:30 am on Tuesday April 18th. Teaching will start again on Wednesday April 19th.

MH sigrar í landskeppni í efnafræði

Nú liggja úrslit landskeppninnar í efnafræði fyrir. Í fjórum efstu sætunum voru MH nemendur og röðin þessi: Alec Elías Sigurðarson, MH Sigurður Guðni Gunnarsson, MH Emil Agnar Sumarliðason, MH Guðrún Þorkelsdóttir, MH Auk þess var Guðrún Diljá Ketilsdóttir í 14. sæti.  Vel gert öll sömul og til hamingu! Fjórum stigahæstu keppendum úrslitakeppninnar er boðin þátttaka í tveimur efnafræðikeppnum: 2. Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður í Stokkhólmi í Svíþjóð dagana 2.-5. júlí og 49. Ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður í Nakhon Pathom í Tælandi dagana 6.-15. júlí.