Til hamingju Ásgeir Valfells

Nemendur frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og Menntaskólanum í Reykjavík báru sigur úr býtum í HR áskoruninni sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í tengslum við Háskóladaginn. Á heimasíðu HR segir m.a. um keppnina „Áskorunin í ár fólst í því að hanna og smíða gosþjón sem notar a.m.k. 20 aðgerðir (með svokölluðum dómínóáhrifum) til þess að hella gosi úr flösku á tilsettum tíma. Keppnin reynir verulega á tæknilegt innsæi, hugmyndaflug og úrræðasemi“