Til hamingju Hildur Hjörvar

Laugardaginn 19. febrúar fór fram á ensku ræðukeppni ungmenna á aldrinum 16-20 ára. Að keppninni stóðu ESU, The English-Speaking Union of Iceland, í samvinnu við sendiráð enskumælandi landa á Íslandi og FEKÍ, félag enskukennara á Íslandi. Keppnin var mjög jöfn en að endingu urðu dómarar sammála um að veita sameiginleg fyrstu og önnur verðlaun sem féllu í skaut Hildar Hjörvar MH og Sigríðar Maríu Egilsdóttur VÍ. Hildur og Sigríður fara til Lundúna í maí og keppa þar við jafnaldra sína víðsvegar að úr heiminum að lokinni nokkurra daga þjálfunar og menningardvöl.

Bogi Ágústsson stýrði keppninni en dómarar voru Eliza Reid, formaður ESU, Eric Atkinson frá  British Council og Einar Hreinsson frá Menntamálaráðuneytinu.