MH-ingar í úrslit í efnafræðikeppni

23. Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins miðvikudaginn 21. febrúar. Alls tóku 48 nemendur þátt, úr sex skólum. 14 efstu keppendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem verður haldin í Háskóla Íslands helgina 2.-3. mars næstkomandi. Þar eigum við í MH 3 keppendur sem fá tækifæri til að taka þátt og spreyta sig. Það er til mikils að vinna því fjórum efstu keppendum úrslitakeppninnar verður boðið að taka þátt í 7. Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður í Noregi og strax að henni lokinni í 56. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður í Saudi Arabíu dagana 21.-30. júlí.