Stöðupróf í norsku og sænsku

Árlega býður Menntaskólinn við Hamrahlíð upp á stöðupróf í norsku og sænsku. Hlutverk stöðuprófanna er að meta þekkingu, hæfni og leikni próftaka í viðkomandi tungumáli. Stöðuprófin í norsku og sænsku eru fyrir nemendur sem hafa lokið grunnskólaprófi í viðkomandi máli eða eru að ljúka prófum úr 10. bekk.
Prófin verða haldin laugardaginn 7. desember kl. 10:00. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans.