Veikindatilkynningar nemenda undir 18 ára aldri

Á vorönn 2018 hefur skrifstofa MH tekið í notkun veikindaskráningar í gegnum Innu fyrir aðstandendur nemenda sem eru yngri en 18 ára.  Foreldrar eða forráðamenn geta skráð veikindi í Innu fyrir einn eða tvo daga í einu og bætt svo við eftir því sem veikindin dragast á langinn. Mætingareglum hefur ekki verið breytt en núna þarf ekki að koma með vottorð ef veikindi eru lengur enn einn dag og forráðamaður tilkynnti þau í Innu. Ef veikindi vara lengur en eina viku þá þurfa þessir nemendur að koma með vottorð eins og aðrir.

Athugið að veikindaskráning í Innu er einungis ætluð aðstandendum nemenda yngri en 18 ára.

Hvað þýðir það að veikindatilkynningu hafi verið hafnað ?  Svar finnst í skólasóknarreglunum.

Skólasóknarreglur