Brautskráning föstudaginn 21. des. kl. 14:00

Brautskráning fer fram föstudaginn 21. desember kl. 14:00. Alls verða brautskráðir 130 nemendur af sex námsbrautum.

Dagskráin verður fjölbreytt samkvæmt hefðinni og verður m.a. boðið upp á tónlistarflutning nemenda, nýstúdenta og kórs Menntaskólans við Hamrahlíð.