Lið MH keppti í Nýsköpunarhraðli framhaldsskólanema

Um helgina fór fram úrslitakeppni Mennta Maskínu sem er nýsköpunarhraðall framhaldsskólanema. Í þetta skiptið var áhersla sett á nýsköpun í velferðatækni. Teymi voru mynduð í framhaldskólunum sem unnu saman að því að finna tækifæri á sviði velferðartækni, fóru í gegnum hönnunarsprett þar sem lausnin þeirra var skoðuð frá öllum sjónarhornum og þróuðu að lokum frumgerð í Fab Lab Reykjavík. Í liði MH sem tók þátt voru Orri Starrason, Hekla Aradóttir, Fannar Þór Einarsson, Stefán Logi Baldursson og Þorsteinn Sturla Gunnarsson sem stóðu sig mjög vel en liðið sem vann kom frá  Tækniskólanum. Lið MH naut leiðsagnar Jóns Ragnars Ragnarssonar hagfræðikennara.