Staðfestingardagur 22. maí

Einkunnir nemenda eru nú aðgengilegar í Innu.

Öllum nemendum skólans er skylt að mæta til umsjónarkennara á staðfestingardegi og staðfesta val sitt fyrir næstu önn ætli þeir sér að stunda nám í skólanum þá. Þeir sem ekki staðfesta val og /eða greiða ekki skólagjöld eiga ekki vísa skólavist á haustönn 2007.

Dagskrá staðfestingardags:

Kl. 12:30 Afhending einkunna og staðfesting. Listi yfir umsjónarkennnara og stofur hangir á töflu við stofu 34.

Kl. 14:00 – 15.00 Prófasýning.

Kl. 16.30 – 17.30 Prófasýning og afhending einkunna í öldungadeild.

Hér má nálgast ritið Áfangar á staðfestingardegi sem inniheldur nánari upplýsingar um staðfestingardag.