07.05.2007
Margir nemendur nýta sér góða aðstöðu á bókasafni skólans nú þegar próflestur stendur sem hæst. Safnið er opið alla prófdagana og þar er til ítarefni í öllum námsgreinum og gott næði til lestrar.
02.05.2007
Fyrstu próf dagskóla á þessu vori eru í ensku og heimspeki en í öldungadeild í landafræði, náttúrufræði (jarðfræði), sálfræði og spænsku. Próftöflu, prófreglur og nánari upplýsingar um prófin má finna með því að smella á flipann Námið á stikunni hér fyrir ofan.
26.05.2007
Brautskráning stúdenta fer fram á hátíðarsal skólans, Miklagarði, og hefst stundvíslega kl. 14:00. Stúdentsefni eiga að mæta kl. 13:30. Gera má ráð fyrir að athöfnin taki u.þ.b. tvo klukkutíma en að henni lokinni mæta stúdentar í myndatöku á Miklagarði.
22.05.2007
Einkunnir nemenda eru nú aðgengilegar í Innu.
23.04.2007
Nemendur í frönsku 703 hafa skrifað áhugaverðar greinar í evrópskt netblað frönskukennara undanfarnar annir. Viðfangsefni þeirra er ýmislegt tengt landi og þjóð. Ein greinin fjallar til dæmis um íslenska stjórnmálaflokka og gaman að rýna í heiti þeirra á frönsku. Hvaða flokkur skyldi t.d. heita "Les verts de gauche" eða "L'Alliance du Peuple" nú eða "Le Parti de l'Indépendance"? Greinarnar um Ísland hafa slegið svo í gegn að umsjónarmenn blaðsins eru ólmir í að koma til landsins.Þeir sem vilja kíkja og ef til vill láta reyna á frönskukunnáttu sína finna blaðið hér.
27.04.2007
Í morgun buðu stúdentsefni starfsfólki skólans í glæsilegan morgunverð á Matgarði. Þau kvöddu síðan skólann með skemmtun á sal um hádegisbilið og leggja nú í próflestur.
27.03.2007
Í gærkvöldi kom Kór MH undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur heim úr tónleikaferð um Vestfirði. Auk fernra opinberra tónleika, á Bolungarvik, Ísafirði, Flateyri og Þingeyri, söng kórinn á líknarstofnunum, í skólum, í húsi Íslandssögu á Suðureyri og að lokum við Gamla bakaríið í miðbæ Ísafjarðarkaupstaðar.
17.03.2007
MH vann Borgarholtsskóla í ræðukeppni í Háskólabíói í gærkvöldi.Gettu betur lið skólans var einnig sigusælt í gær og etur kappi við MK í undanúrslitum föstudaginn 23. mars.
13.03.2007
Nú sígur á seinni hluta annarinnar og ekki seinna vænna að fara að huga að undirbúningi fyrir lokaprófin. Upplýsingar um próftöflu, prófareglur og fleira má finna með því að smella á Námið á stikunni hér fyrir ofan og skoða síðan Próf á listanum sem birtist til vinstri.
13.03.2007
Nú eiga nemendur að vera búnir að velja áfanga fyrir næsta haust og senda umsjónarkennara sínum póst því til staðfestingar.