Vorvítamín Hamrahlíðarkóranna mánudaginn 24. maí.

Annan í hvítasunnu, mánudaginn 24. maí, halda Hamrahlíðarkórarnir sumarskemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð undir heitinu Vorvítamín. Að liðnum vetri og loknum prófum fagna kórfélagar sumrinu með söng og gleði.Kórfélagar, sem eru um 120 talsins, halda tvenna tónleika með ólíkum efnisskrám. Þeir fyrri hefjast kl. 14 en hinir seinni kl. 15.45. Það verður opið hús allan eftirmiðdaginn og boðið verður upp á ýmsar uppákomur.Leikjahorn verður fyrir börn, tilraunastofa, kennsla í salsa og margt fleira. Ekkert kostar inn en seldar verða veitingar í hléi milli tónleika. Ágóði af sölu veitinga rennur í ferðasjóð Hamrahlíðarkóranna. Í apríl var Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tónleikaferð í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Hélt kórinn 7 tónleikaá ýmsum stöðum og söng auk þess við messu. Hamrahlíðarkórarnir komu fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í mars síðastliðnum og fluttu verkið "Daphnis et Chloé" eftir Ravel en tónleikarnir voru hluti hátíðarhalda í tilefni af 60 ára afmæli hljómsveitarinnar.